*

föstudagur, 18. september 2020
Innlent 9. september 2020 19:22

Fjögur félög og 1.000 hjól

Wind Mobility leigir út rafhlaupahjól og hóf starfsemi í Reykjavík í síðustu viku, hjólin eru nú þegar orðin 600.

Ritstjórn
Arna Margrét Ægisdóttir er rekstrarstjóri Wind Mobility í Reykjavík og Osló.
Aðsend mynd

Fyrirtækið Wind Mobility, sem leigir út rafmagnshlaupahjól, hóf starfsemi sína í Reykjavík á föstudaginn síðastliðinn. Þrátt fyrir stutta viðveru er félagið komið með um 600 rafmagnshlaupahjól hérlendis og því stærsta félagið af sinni tegund í Reykjavík, að sögn Örnu Ægisdóttur, rekstrarstjóra félagsins á Íslandi og Osló. Félagið er með höfuðstöðvar sínar í Þýskalandi og á Spáni.

Með komu Wind Mobility eru nú fjögur rafskutlufyrirtæki starfrekjandi í Reykjavík; Hopp, Zolo, Kick og áðurnefnt Wind. Síðari tvö fyrirtækin hófu starfsemi sína í síðustu viku. Hopp var fyrst á markað í Reykjavík og hóf félagið rekstur hérlendis fyrir um ári, þá með um 60 rafskutlur til leigu.

„Wind byrjaði með útleigu á reiðhjólum í Berlín árið 2017. Ári síðar byrjuðum við með Wind Mobility í París þar sem við leigðum út rafhlaupahjól. Síðan þá höfum við verið að stækka við okkur, mestmegnis innan Evrópu, en erum einnig með starfsemi í Ísrael og Suður-Kóreu. Alls erum við starfrekjandi í 20 borgum,“ segir Arna. Félagið er með um 100 starfsmenn en að auki ræður það þriðja aðila í hverri borg til þess að aðstoða við reksturinn.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Umfjöllun um aukin umsvif 365 á fasteignamarkaðnum
  • Vafa hefur verið eytt um það hvort lífeyrissjóðir geti skráð sig fyrir áskriftarréttindum í hlutafjárútboði Icelandair
  • Fjallað er um lagatúlkun Neytendasamtakanna á breytilegum fasteignalánum
  • Rætt er við Svövu Johansen, eiganda NTC, og Hermann Helgason, framkvæmdastjóra S4S, um stöðu innlendrar verslunar
  • Óðinn fjallar um Icelandair og lífeyrissjóðina
  • Kortlagning leigumarkaðins á nýrri vefsíðu gefur áhugaverðar tölur um dreifingu og eignasamsetningu
  • Kristjana Milla Snorradóttir, nýr mannauðsstjóri Borgarleikhússins, er tekin tali
  • Sagt er frá nýrri fasteignamiðlun sem hyggst umbylta sölu fasteigna
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs
Stikkorð: rafhlaupahjól Wind Mobility Kick Wind Zolo Hop