Fjögur fyrirtæki lögðu fram tilboð í tíðniheimildir fyrir starfrækslu tveggja nýrra GSM 1800 farsímakerfa , tvö erlend og tvö íslensk. Fyrirtækin eru; Amitelo AG (Sviss), BebbiCell AG (Sviss), Núll-Níu ehf og IP fjarskipti ehf.

Við einkunargjöf til tilboðsgjafa fengu erlendu félögin hæstu einkunina.


Tilboðin voru opnuð í dag hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Tilboðin voru opnuð að viðstöddum fulltrúum bjóðenda og fulltrúum fjölmiðla. Útboðið var auglýst 2. febrúar 2007.

Allt að tveimur umsækjendum verður úthlutað tíðniheimildum. Sérhver tíðniheimild gildir fyrir allt landið og mun fela í sér eitt eftirtalinna tveggja tíðnisviða, sem hvert um sig er samtals 2 x 7,4 MHz , alls 14,8 MHz: