Stjórn Flögu Group hefur óskað eftir því við Nasdaq OMX kauphöllina í Reykjavík að hlutir félagsins verði teknir úr viðskiptum.

Á miðvikudaginn bárust fréttir af því að stjórn FL Group hygðist leggja til við hluthafafund að félagið yrði afskráð og auk þess birtist tilkynning um viðræður Kaupþings og SPRON um samruna.

TM er í afskráningarmeðferð eftir yfirtökutilboð FL Group og hverfur væntanlega úr viðskiptum fljótlega.

Útlit er því fyrir að félögum á aðallista kauphallar fækki um fjögur á næstunni og að félögunum í Úrvalsvísitölunni fækki úr 14 niður í 12.

Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans.