Í nýlegri ferð viðskiptasendinefndar til Indlands í tilefni af opinberri heimsókn forseta þangað ferðinni hafa fjögur íslensk fyrirtæki skrifað undir samstarfssamning við indversk fyrirtæki, þessi fyrirtæki eru LSRetail sem skrifaði undir samstarfssamning við DVS, Marorka sem skrifaði undir samstarfssamning við Unique Maritime Group, Reykjavik Geothermal sem skrifaði undir samstarfssamning við Thermax og Össur sem skrifaði undir samstarfssamning við Velocity Healthcare.

Í fréttabréfi Útflutningsráðs er haft eftir Jóni Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku: „Undirritaður var samstarfssamingur á milli Marorku og Unique Maritime Systems í Mumbaí 12. janúar sl. Unique Maritime Systems er fyrirtæki sem hefur aðalstöðvar í Dubai mun setja upp sölu- og þjónustuskrifstofu í Mumbai sem mun meðal annars sjá um sölu og þjónustu fyrir Marorku á indverska markaðnum.“

Gunnar Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LSRetail segir í sama blaði: „Hin opinbera heimsókn forseta Íslands til Indlands skapaði fyrirtækinu sérstakt tækifæri til þess að styrkja viðskiptatengsl fyrirtækisins við okkar indversku dreifingaraðila, Dynamic Vertical Solutions, og þeirra söluaðila. Þetta tækifæri var jafnframt notað til þess að undirrita samning um fræðslusetur fyrir verslun og þjónustu fyrir indverska verslunareigendur þar sem alþjóðleg verslunarreynsla LSRetail kemur að góðum notum í samvinnu við Microsoft.“

Árni Alvar Arason, framkvæmdastjóri Össurar Asia: „Undirritaður var dreifingar-og samstarfssamningur við Velocity Healthcare sem markar upphafið að þjálfun, sölu og tæknilegri aðstoð til kaupendur Össurar vara á Indlandi.“