Í nýsamþykktu Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er reiknað með 70.000 manna aukningu íbúafjölda á næsta aldarfjórðungi. Ný sýn Samtaka sveitarfélaga á svæðinu (SHH) í skipulagsmálum snýst að mestu um byltingarkennt samgöngukerfi og byggðaþéttingu. Í nýsamþykktu skipulaginu er skautað yfir vandann um fólk sem býr í ólöglegu húsnæði eins og enginn væri.

Yfir 4 þúsund manns búa í ólöglegu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta samsvarar rúmlega íbúafjölda Seltjarnarness eða Vestmanneyjum. Fólkið býr í bílskúrum, kjallarakompum eða í iðnaðarhverfum þar sem verkstæðum er breytt í íbúðir. Þetta kemur fram í skoðunapistli Guðmundar Guðmundssonar hjá Kjarnanum .

Fram kemur í umfjöllun Kjarnans að þetta búsetuform er að magni til sér íslenskt fyrirbrigði og fá dæmi eru um slíkt í nágrannalöndum. Þetta vandamál hefur margfaldast síðastliðinn áratug.