Í morgun voru opnuð tilboð hjá Ríkiskaupum í þátt Hringbrautarverkefnisins sem snýr að verkeftirliti vegna uppsteypu á meðferðarkjarna hins nýja Landspítala. Alls hafa borist fjögur tilboð í verkið sem öll eru töluvert undir kostnaðaráætlun. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Kostnaðaráætlun hljóðar upp á ríflega 508 milljónir króna án virðisaukaskatts en eftirfarandi tilboð hafa borist:

Efla hf.           347.310.000 kr. (68%)

Hnit hf.          394.944.000 kr. (78%)

Mannvit hf.  395.760.000 kr. (78%)

Verkís hf.      434.520.000 kr. (86%)

Einnig var skilað inn tæknilegum gögnum sem krefjast hæfis- og hæfnismats til þess að viðkomandi tilboð gildi.