Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu nam 4.088 milljónum króna frá 30. janúar til og með 5. febrúar. Þetta kemur fram í nýrri frétt Þjóðskrár Íslands .

Alls voru gerðir 76 samningar um eignir í fjölbýli, 23 samningar um sérbýli og sjö samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á hvern kaupsamning nam 38,6 milljónum króna.

Heildarveltan er nokkuð undir meðalveltu síðustu tólf vikna, en hún nemur um 4,7 milljörðum króna.