Velta á skuldabréfamarkaði hefur numið 4,4 milljörðum króna það sem af er degi. Þar af nemur veltan með óverðtryggð bréf tæpum þremur milljörðum króna en veltan með verðtryggð bréf nemur rúmum 1,4 milljörðum.

Ávöxtunarkrafa á bréf í flokknum RIKS 21, sem eru verðtryggð bréf, hefur hækkað mest, eða um 10 punkta. Þá hefur krafa á óverðtryggð bréf í flokknum RIKB 16 hækkað um 9 punkta. Heilt yfir hefur ávöxtunarkrafa á óverðtryggð bréf hækkað mun meira en krafa á verðtryggð bréf.

Velta á skuldabréfamarkaði í allan gærdag nam 11,8 milljörðum króna.