Íslandshótel og Hafnarey, dótturfélag Minjaverndar, hafa keypt húsið við Lækjargötu 12 en í húsinu var Íslandsbanki með útibú um árabil.

Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir að húsið sé ansi illa farið og því sé stefnt að því að rífa það og byggja nýtt hótel á lóðinni.

„Við erum að vinna þetta í samvinnu við Minjavernd, sem er með okkur í þessu skipulagsferli. Við munum vera með hönnunarsamkeppni um nýtt hótel, sem við gerum ráð fyrir að verði á bilinu 100 til 130 herbergi. Við stefnum að því að hótelið verði fjögurra stjörnu.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .