Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lét af þingmennsku um áramótin en hún hefur setið á þingi síðan 2009. Um leið og hún tilkynnti þetta sagði hún að því væri ekki að leyna að margt hefði valdið vonbrigðum í vegferðinni að nýjum og breyttum tímum. Guðfríður Lilja var formaður umhverfis og samgöngunefndar og áður formaður félags- og tryggingamálanefndar.

Það má segja að áhugamál fjölskyldu Guðfríðar Lilju sé skák enda hafa öll systkini hennar stundað skák. Sjálf var hún Íslandsmeistari í skák og forseti Skáksambands Íslands og Norðurlandanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.