Á bilinu 2.500 til 3.000 nýja starfsmenn í byggingariðnaði þarf til að vinna við að reisa ný hótel og stækka þau á höfuðborgarsvæðinu á næstu tveimur árum, að mati Bjarna Más Gylfasonar, hagfræðings hjá Samtökum iðnaðarins.

Bjarni segir í samtali við Morgunblaðið í dag kostnað við hótelframkvæmdirnar nema um 35 milljörðum króna.

Í Morgunblaðinu segir að um þessar mundir vinni um 10.500 til 11.000 manns við bygginga- og mannvirkjagerð og því er fjölgun starfa um 2.500-3.000 til þess eins að reisa hótel ansi mikil. Bjarni Már segir að fyrir hrun hafi starfað mest 17 þúsund við greinina.