*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Erlent 6. október 2007 17:26

Fjöldauppsagnir hjá stórum erlendum bönkum

Ritstjórn
Í hálf fimm fréttum Kaupþings segir að stóru fjárfestingarbankarnir á Wall Street og í Evrópu hafa á síðustu dögum tilkynnt um uppsagnir mörg þúsund starfsmanna, einkum á þeim sviðum sem tengjast fasteignum. Frá áramótum hafa um 40% bankastarfa á veðlánasviðum í stóru bönkunum verið lögð niður vegna verðfalls á fasteignatengdum skuldabréfum. Í frétt Financial Times (FT) kemur fram að bankarnir á Wall Street gætu þurft að fækka heildarstörfum um allt að tíu prósent til þess að bregðast við tekjusamdrætti af skuldabréfum.

Lehman Brothers segir flestum upp
Bear Stearns tilkynnti í vikunni um uppsögn 310 starfsmanna tengdum fasteignaútlánum til viðbótar við 230 sams konar störf sem áður hafði verið búið að leggja niður. Í hagræðingarskyni hafa tvær fasteignatengdar einingar verið í sameinaðar í eina.
Morgan Stanley ætlar að fækka starfsmönnum um 600 og Credit Suisse í Sviss um 320. Enginn banki er jafnstórtækur og Lehman Brothers sem hefur boðað 2.500 starfa fækkun. Svissneski bankinn UBS ætlar svo að fækka störfum um 1.500 á fjárfestingarbankasviði fyrir árslok en sú endurskipulagning kemur í kjölfar mikils taps bankans á verðbréfum tengdum bandarískum fasteignalánum.

Neikvæð áhrif á New York
Fækkun starfa á Wall Street kemur til með að hafa áhrif á New York með beinum hætti. Á síðasta ári fengu starfsmenn á Wall Street 24 milljarða Bandaríkjadali í bónusa sem skilaði borginni og fylkinu um tveimur milljörðum dollara í skatta. Samkvæmt FT er reiknað með að þessi fjárhæð dragist saman á milli ára. Það gæti til dæmis haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkað og aðra þætti hagkerfis borgarinnar sem hafa notið góðs af vel launuðum bankamönnum í borginni.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is