Fregnir af uppsögnum bárust víða úr byggingargeiranum í gær.

Þannig hefur Bygg, byggingafélag Gunnars og Gylfa, sagt upp nærri öllu sínu starfsfólki eða 140 starfsmönnum af 200. Þetta eru iðnaðarmenn, tæknifræðingar og verkamenn.

Þá hefur Formaco, sem er þjónustu- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði, sagt upp starfssamningum við rúmlega 70 starfsmenn sína.

Tvö fyrirtæki í byggingariðnaði á Selfossi hafa sömuleiðis ákveðið að segja upp öllu sínu starfsfólki, samtals 50 manns, samkvæmt því sem fram kemur á vef stéttarfélagsins Bárunnar.

Enn fremur var greint frá því í gær að Atafl hf., áður Keflavíkurverktakar hf., myndu fyrir mánaðamótin segja upp tugum starfsmanna sinna.