Um 570 ábendingar bárust Hagræðngarhóp ráðherranefndar um ríkisfjármál. Almenningi gafst kostur á að senda inn ábendingar. Þingmennirnir Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ásmundur Einar Daðason og Unnur Brá Konráðsdóttir eru í þessum hópi.

Ábendingarnar verða ekki birtar opinberlega bæði vegna fjölda og vegna áherslu á nafnleynd. Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars við fyrirspurn lesenda á síðunni Spyr.is .

Hagræðingarhópnum er ætlað að leggja til aðgerðir til þess að hagræða, forgangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Einnig er hópnum ætlað að yfirfara stóra útgjaldarliði eins og fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiða til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna