*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Erlent 14. janúar 2017 15:35

Fjöldi atvinnulausra slær met

Alþjóðleg samtök verkalýðsfélaga spá því að atvinnuleysi í heiminum hækki mikið á árinu. Langtímaatvinnuleysi er aukið vandamál á vesturlöndum.

Ritstjórn

Á árinu 2017 er búist við því að fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir, í heiminum öllum, muni ná nýjum hæðum. Á sama tíma er einnig búist við að laun hækki ekki. Þetta er niðurstaða ILO, alþjóðlegra samtaka verkalýðsfélaga sem starfa með aðilum í 187 löndum.

Í skýrslu samtakanna sem kom út í vikunni segja þeir að búist sé við því að heildaratvinnuleysi heiminum muni aukast um 3,4 milljón manns á árinu og 2,7 milljónir.

,,Áfram heldur lítill hagvöxtur að valda vonbrigðum," sagði Guy Ryder, framkvæmdastjóri ILO. ,,Þetta sýnir slæma mynd heimshagkerfisins og möguleika þess til að skapa næg störf, hvað þá gæðastörf."

Í annarri skýrslu, segja samtökin, að vöxtur launa, að teknu tilliti til verðbólgu, hafi á árinu 2015 ekki verið hægari í fjögur ár. Hækkandi laun í sumum ríkjum, eins og Bandaríkjunum og Þýskalandi hafi ekki verið nóg til að vega upp lækkun annars staðar.

Samkvæmt samtökunum munu þróunarríki, sérstaklega í rómönsku ameríku, sjá mestu aukningu atvinnuleysis á árinu 2017. Og á sama tíma og atvinnuleysi muni líklega dragast saman í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada, þá verður minnkunin hæg og ójöfn.

Samtökin vara jafnframt við því að langtímaatvinnuleysi sé að verða mikið vandamál í Evrópu og Norður Ameríku. Nærri helmingur atvinnulausra í Evrópu og um fjórðungur þeirra í Bandaríkjunum, hafa verið að leita að vinnu í meira en hálft ár.

Stikkorð: Atvinnuleysi efnahagur heimurinn Guy Rider ILO