Dúi Landmark, fyrrverandi formaður SKOTVÍS, segir rjúpnaveiði hafa gengið ágætlega í ár. Veðrið hafi þar spilað lykilhlutverk. „Flestir, ef ekki allir, eru komnir með vel í jólamatinn,“ segir Dúi. „Mér sýnist að þetta sé besta tíð- arfar sem við höfum fengið frá því að tólf daga reglan var sett á. Það hafa oft verið mannskaðaveður og menn farið á veiðar í mjög tvísýnu veðri en til allrar lukku var það ekki þannig núna.“

Sjálfur fór Dúi á veiðar fyrstu helgina sem veiðar voru leyfðar. „Okkur gekk það vel að við vorum bara sáttir. Mig langaði aftur en átti ekki gott með að komast.“ Dúi segir að mest sé að jafnaði veitt af rjúpu í Þingeyjarsýslunum. Þar sé hins vegar mikið um einkalönd og erfitt að komast í það.

Skotveiðimenn hafa, allt frá því að tólf daga veiðireglan svokallaða var sett á, barist fyrir því að veiðitímabilið yrði rýmkað. Tölur benda til að meðalveiðimaðurinn stundi sínar veiðar óháð því hversu marga daga megi veiða.

Reglan var sett á til að sporna við atvinnuveiðum. SKOTVÍS hafa bent á að til að auka öryggi rjúpnaveiðimanna væri rétt að fjölga veiðidögum. Yngri veiðimenn hegða sér auk þess öðruvísi á veiðum en eldri kynslóðir. Árangur veiðinnar er ekki lengur eingöngu mældur í fjölda veiddra fugla og menn eru almennt meðvitaðri um mikilvægi þess að ganga ekki of nærri rjúpnastofninum og að umgangast auðlindina af hófsemi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .