*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 6. desember 2016 10:26

Fjöldi ferðamanna sexfaldast

Tæplega 132 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nóvember árið 2016 og er það 61,4% fjölgun milli ára. Fjöldi ferðamanna hefur sexfaldast frá árinu 2010.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tæplega 132 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá Íslandi í nóvember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 50 þúsund fleiri en í nóvember í fyrra. Aukningin nemur því 61,4 prósent milli ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ferðamálastofnun.

Þar kemur einnig fram að fjöldi ferðamanna hefur sexfaldast frá árinu 2010. Heildarfjöldi erlendra ferðamanna frá áramótum þessa árs er 1,64 milljónir eða 37,9% fleiri miðað við sama tímabil í fyrra, það er frá janúar  til nóvember árið 2015.

Hvaðan koma þeir?

Algengustu gestirnir eru Bretar og Bandaríkjamenn. Bretar voru fjölmennastir eða 27,8% af heildarfjölda en fast á eftir fylgdu Bandaríkjamenn sem voru 23,2% - og því voru þessi tvö þjóðerni um helmingur ferðamanna. Hér er hægt að sjá hvaða ferðamenn komu til Íslands í mánuðinum:

  • Bretar: 27,8%
  • Bandaríkjamenn: 23,2%
  • Þjóðverjar: 4,5%
  • Kanadamenn: 4,1%
  • Frakkar: 2,9%
  • Svíar: 2,7%
  • Kínverjar: 2,2%
  • Pólverjar 2,2%
  • Norðmenn: 2,1%
  • Danir 2%

„Bandaríkjamönnum fjölgaði langmest milli ára í nóvember eða um 15.260 manns og voru þeir tvöfalt fleiri í ár en í fyrra. Bretum fjölgaði um 7.651 ferðamann í nóvember sem er 26,4% aukning frá því í fyrra, Kanadamönnum um 3.211 sem var 142,5% aukning frá því í fyrra og Þjóðverjum um 2.745 ferðamenn sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra. Þessar fjórar þjóðir báru uppi 54,6% af aukningu ferðamanna milli ára í nóvember,“ segir einnig í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is