Frá 1. september og til næstu áramóta munu 300-400 manns missa rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Bráðabirgðaákvæði sem lengdi hámarks bótatímabil úr þremur í fjögur ár var framlengt í lok síðasta árs og gildir út árið 2012. Ekki hefur verið ákveðið hvort það verði framlengt aftur. Ef svo verður þá munu180 manns missa bótarétt sinn í hverjum mánuði árið 2013, samtals eru það um 2000 manns. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins hefur Vinnumálastofnun engar um upplýsingar um að bráðabirgðaákvæðið eigi að framlengja og ekki sé gert ráð fyrir því af hálfu stofnunarinnar. Þegar fólk missir rétt til atvinnuleysisbóta þarf það að reiða sig á styrk frá viðkomandi sveitarfélagi. Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa vakið athygli á málinu og sett fram óskir sínar um að gripið verði til stuðningsaðgerða til að milda áhrifin.