*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Innlent 4. september 2018 10:02

Fjöldi gistinátta stendur í stað

Fjöldi gistinátta í júlí stendur í stað milli ára en gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 695.700 í júlí.

Ritstjórn
Hagstofa Íslands er staðsett í Borgartúni 21a, 105 Reykjavík.
Haraldur Guðjónsson

Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 695.700 og gistinætur á öðrum tegundum gististaða voru 709.700. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Fjöldi gistinátta í júlí á skráðum gististöðum stóð nánast í stað milli ára, þar af var 1,6% fækkun á hótelum og gistiheimilum en 2,0% fjölgun á öðrum tegundum gististaða.

Gistinætur á hótelum drógust saman um 1,4% í júlí

Gistinætur á hótelum í júlí síðastliðnum voru 466.800, sem er 1,4% samdráttur frá sama mánuði árið áður. Um 51% allra gistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 238.700.

Um 91% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn eða 425.300. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (151.500), síðan Þjóðverjar (54.400) og Bretar (28.500), en gistinætur Íslendinga voru 41.500.

83% nýting herbergja á hótelum í júlí 

Herbergjanýting í júlí 2018 var 82,8%, sem er lækkun um 6,4 prósentustig frá júlí 2017 þegar hún var 89,2%. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 5,3% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í júlí var best á Suðurnesjum, eða 91,5%.

Stikkorð: Hagstofa Íslands