Samtals voru 236 kaupsamningar þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu frá 25. maí til og með 31. maí 2018. 195 af þessum samningum voru um eignir í fjölbýli, 31 samningur um sérbýli og 10 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Þessi fjöldi þinglýsinga er nokkuð yfir meðaltal síðastliðinna 12 vikna, en 151 kaupsamningur hefur verið þinglýstur að meðaltali á síðastliðnum 12 vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands .

Heildarveltan var alls rúmlega 11,9 milljarðar króna og meðalupphæð á hvern samning voru 50,6 milljónir króna. Það er rétt yfir meðaltal meðalupphæðar á hvern kaupsamning síðastliðinna 12 vikna sem nemur 49,9 milljónum króna. Heildarvelta síðastliðinni 12 vikna hefur að meðaltali verið rúmlega 7,5 milljarðar króna og því er heildarvelta áðurnefnds tímabils töluvert hærra en meðaltalið.

Á öðrum svæðum landsins voru samtals 60 kaupsamningar þinglýstir á sama tímabili. Heildarveltan var alls rétt rúmlega 2,2 milljarðar króna og meðal upphæð á hvern samning voru 36,7 milljónir króna.