Neytendastofu hefur á síðustu 10 dögum borist 50-60 kvartanir frá fólki sem keypt hefur pakkaferðir. Ferðaskrifstofur hafa sent bakreikninga til kaupendanna vegna gengishækkunar erlendra gjaldmiðla og hærra eldsneytisverðs. Frá þessu er sagt í fréttum RÚV.

Haft er eftir starfsmanni Neytendasamtakanna að samtökin telji kvartanir viðskiptavina í mörgum tilfellum réttmætar. Ferðskrifstofurnar telji sig hins vegar hafa fullan rétt til að hækka verð.

Neytendasamtökin hafa kært framgöngu ferðaskrifstofa til Neytendastofu. Langan tíma tekur hins vegar að fá úrskurð hennar í málinu og því neyðast ferðalangar til að greiða bakreikninga frá ferðaskrifstofum ætli þeir sér að fara í ferðirnar.