Arfleifð Margaretar Thatcher er mikil og þakka margir henni til dæmis fyrir að greitt leið kvenna sem á eftir henni komu. Í úttekt í Fréttablaðinu í dag er farið yfir fjölda kvenleiðtoga í heiminum. Þar kemur í ljós að þegar Thatcher settist í valdastól árið 1979 höfðu aðeins fimm konur leitt í nútímaríkisstjórn og engin þeirra í Evrópu.Thatcher gegndi embætti forsætisráðherra til ársins 1990.

Í dag hafa 68 konur til viðbótar leitt ríkisstjórn og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast á síðustu tólf árum. Samtals hafa 52 lönd valið konu til forystu í ríkisstjórn.

Nú ætlar sjálfsagt enginn Thatcher allan heiðurinn af þessari þróun en framlag hennar til kvenréttindabaráttunar er óumdeilt. Thatcher lést sem kunnugt er í vikunni og verður henni fylgt til grafar á miðvikudag.