Samkvæmt ársskýslu Hæstaréttar voru 862 mál flutt fyrir dóminum á síðasta ári. Þetta er óbreyttur fjöldi frá fyrra ári, en nokkur fjölgun meðaltali áranna 2009-2013.

Þó breytist skipting málanna milli kærumála, sem eru yfirleitt skriflega flutt, og áfrýjuðum málum, sem eru almennt flutt munnlega. Munnlega fluttum áfrýjunarmálum fjölgar verulega milli ára. Þeim fjölgar um 56, en það er 20% fjölgun milli ára. Kærumálum fækkar á móti sem því nemur.

Ódæmdum málum sem áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar fjölgar töluvert milli ára. Þann 31. desember 2014 voru ódæmd einkamál sem áfrýjað hafði verið 133. Þann 31. desember 2015 hafði þeim fjölgað um 52 og voru 185 talsins.

Staðfesta héraðsdóm í meirihluta tilvika

Alls voru dómar í áfrýjuðum einkamálum 229 á árinu 2015. Þar af var niðurstaða héraðsdóms staðfest í 136 tilvika, eða um 70%. Niðurstöðu héraðsdóms var breytt að einhverju leyti í 24 tilvikum, breytt að verulegu leyti eða snúið við í 46 tilvikum. Í 23 tilvikum átti annað við, s.s. ómerking eða frávísun.