Ferðamálaþing var haldið í Hörpu í gær. Yfirskrift þingsins var „Með fagmennsku fram í fingurgóma: Gæði í íslenskri ferðaþjónustu - 50 ár frá stofnun Ferðamálaráðs".

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri setti þingið og því næst flutti Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, ávarp.
Þingið stóð frá hádegi og til rúmlega fimm. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Höfuðborgarstofu, var fundarstjóri en fjöldi fyrirlesara fluttu erindi á þinginu. Þeir lee McRonald og Colin Houston, frá VistScotland, fluttu ræður þar sem þeir miðluðu af sinni reynslu.

Á meðal annarra fyrirlesara voru: Kristín Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FOCAL, Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Geysis bílaleigu, Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Radisson Blu Hótel Sögu, Helgi Jóhannsson, leiðsögumaður og lögmaður og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)