Milljónamæringum fjölgaði á heimsvísu um 175 þúsund en fækkaði um 129 þúsund í Bandaríkjunum. Skilgreiningin á milljónamæring er að eiga meira en 1 milljón dollara í lausafé, hlutabréfum eða öðrum eignum að undanskildum fasteignum, fyrirtækjum og lúxusvörum.

Singapúr hlýtur þann heiður að vera með flesta milljónamæringa en 17% af íbúum þar falla í flokk milljónamæringa. Til samanburðar eru 4,3% íbúa í Bandaríkjunum milljónamæringar sem þýðir að Bandaríkin eru í 7. sæti samkvæmt skýrslu Boston Consulting Group.

Rekja má þessa þróun til aukins vaxtar í efnahag Asíulanda á meðan Bandaríkin hafa þurft að glíma við gríðarlega skuldasöfnun hins opinbera.