Mikið minna var um ný íbúðalán í janúar en í desember, segir greiningardeild Landsbankans.

Ný íbúðalán námu tæpum 7,8 milljörðum í janúar en desember mánuður var öllu líflegri. Þá námu útlánin 12,4 milljörðum.

Meðaltal nýrra íbúðalána í fyrra var 17 milljarðar og hefur upphæðin því lækkað umtalsvert.

Meðallánsfjárhæð hefur að sama skapi lækkað.

Þróunin er í takt við það að dregið hefur úr hækkunum fasteignaverðs upp á síðkastið.

Heildarútlán bankanna vegna nýrra íbúðalána eru nú ríflega 330 milljarðar króna.


Mynd fengin frá Landsbankanum.