Alls voru 15.777 einstaklingar á vanskilaskrá í lok febrúar og 6.330 lögaðilar, þ.e. fyrirtæki og félög. Hefur einstaklingum á vanskilaskrá heldur fækkað á milli ára, en þeir voru 281 fleiri í janúarlok í fyrra, eða alls 16.058 talsins, en lögaðilum hefur hins vegar heldur fjölgað á milli ára, eða um 159 frá janúarlokum 2007 til febrúarloka 2008.

Það sem vekur hins vegar mestu athygli er að heildarfjöldi skráninga hefur aukist til muna. Þær voru alls 3.015 í janúar 2007, alls 3.847 í janúar 2008 og alls 4.266 í febrúar.

„Þetta sýnir er að skráningum er að fjölga á þeim aðilum sem þegar eru á vanskilaskrá og geta til dæmis fyrirtæki á vanskilaskrá vera að fá á sig fleiri vanskil,” segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo Ísland sem rekur vanskilaskrá.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .