Í Árbók bílgreina kemur fram að innlent eldsneyti til samgangna hefur fimmfaldast síðan 2010. Innlent eldsneyti var árið 2014 23% af endurnýjanlegu eldsneyti sem selt er til samgangna. Nokkur fjöldi nýrra fyrirtækja sem framleiða innlent endurnýjanlegt eldsneyti hafi tekið til starfa.

Fjöldi vistvænna bifreiða hefur þrefaldast síðan árið 2010. Rekja megi þessa aukningu í sölu rafbíla með setningu laga um skattalegar ívilnanir árið 2012. Þá hafi aðgengi að endurnýjanlegu eldsneyti batnað með tilkomu nýrra innviða. Sölustöðum metans hafi t.a.m. fjölgað og reistar hafi verið hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla á höfuðborgarsvæðinu.

Samstarfsvettvangur um orkuskipti, Græna orkan, leggur til í skýrslunni að áfram verði unnið að aðgerðum til að auka hlut endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi til að mæta markmiðum ársins 2020 um 10% hlutdeild. Unnin verði ný aðgerðaáætlun sem tryggi að þetta markmið náist. Græna orkan leggur til að ívilnanir gildi til mun lengri tíma en eins árs í senn og að auknu fé verði varið til uppbyggingar innviða fyrir endurnýjanlegt eldsneyti.

Nánar er fjallað um málið í Bílum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .