Til að koma í veg fyrir að þjónustustig á veitingahúsum hér minnki er þörf á að fjölga nemendum í framleiðslu í hótel og matvælaskólanum. Þessu greinir RÚV frá.

Að undanförnu hefur veitingahúsum fjölgað mikið, vegna aukningar í ferðaþjónustu, en framleiðslufólki ekki að sama skapi. Mikil eftirspurn er eftir nemendum í framreiðslunám í hótel- og matvælaskóla Menntaskólans í Kópavogi.

Baldur Sæmundsson, áfangastjóri fyrir matvælagreinar, segir í samtali við RÚV að nokkur aukning hafi orðið í nemendafjölda en hún mætti vera mikið meiri, skólinn geti tekið við fleiri nemendum. Veitingastaðir hafa nú leyfi til að taka fleiri nemendur en áður og fá greidda ákveðna upphæð með hverjum nemanda.

Samtök ferðaþjónustunnar kanna þjónustustig veitingastaða á hverju ári og veitingastaðirnir sjálfir einnig og segir Baldur að oftar en ekki séum við með þjónustustig sem mætti vera hærra og mætti veita betri þjónustu.