Eigendaskipti hafa orðið að vefnum flugum.is, vefsíðu um fluguveiði. Flugufréttir ehf. hafa eignast vefinn og taka við keflinu úr höndum Stefáns Jóns Hafstein sem stofnaði hann fyrir fimmtán árum síðan.

„Þetta er mjög skemmtilegt verkefni. Við keyptum þetta af Stefáni Jóni núna í lok mars. Við ætlum að halda áfram góðri, óbreyttri útgáfu og reyna kannski að efla þetta aðeins í leiðinni,“ segir Dögg Hjaltalín, einn kaupendanna, en aðrir í kaupendahópnum eru Ólafur Breiðfjörð Finnbogason, Andri Valur Ívarsson og Magnús Halldórsson.

„Vefurinn fer í gegnum smá andlitslyftingu og svo reynum við að efla Facebook-síðuna líka. Svo þarf líka að fjölga konum í áskrifendahópnum, það verður mitt persónulega markmið,“ segir Dögg og hlær.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .