Útreikningi úrvalsvísitölunnar verður breytt frá og með 1. júlí næstkomandi en fyrirtækjum sem verða tekin með í reikninginn verður fjölgað úr átta í tíu. Við þetta breytist nafn vísitölunnar úr OMXI8 í OMXI10. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

„Fjölgun félaga í Úrvalsvísitölunni endurspeglar þá þróun sem hefur orðið á undanförnum árum, en félögum hefur jafnt og þétt fjölgað á markaðnum og seljanleiki aukist,“ sagði Magnús Harðarson, forstöðumaður sölu og þjónustu hjá Nasdaq Iceland. „Nýja Úrvalsvísitalan endurspeglar betur þau fyrirtæki sem mest er átt viðskipti með og býður upp á meiri áhættudreifingu fyrir fjárfesta og sjóði sem fylgja henni.“

OMX úrvalsvísitalan hefur lengi verið helsta viðmiðið fyrir stöðu mála á íslenska markaðnum. Frá og með júlí verða tíu veltumestu fyrirtækjunum. Vægi þeirra í vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði en það þýðir að einungis hlutafé sem ætla má að myndi grunn að virkum viðskiptum í Kauphöllinni er hluti af henni.

Hægt er að fræðast frekar um aðferðina að baki útreikningi vísitölunnar með því að smella hér .