Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu íslands hefur fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu verið mest í Hafnarfirði. Á árinu 2004 fjölgaði íbúum í Hafnarfirði um 752, Reykvíkingum fjölgar um 610, Kópavogsbúum um 432, Garðbæingum hefur fjölgað um 161, íbúum í Mosfellsbæ um rúmlega 200 og íbúum Seltjarnarnesbæjar um 19.

Þann 1.desember voru Hafnarfirðingar 21.942, karlar 10.869 en konur 11.073. Samkvæmt íbúaskrá Hafnarfjarðar þá eru íbúar í dag, 22.desember 21.987 og allar líkur á því að Hafnfirðingar verði orðnir 22.000 um áramótin eins og kemur fram í frétt á heimasíðu Hafnarfjarðar.