Starfsmönnum Pipar/TBWA hefur fjölgað um 7 nú fyrir haustið en starfa samtals 32 manns á stofunni.

Sverrir Bergmann, söngvari, hefur hafið störf í samfélagsdeildinni ásamt Berglindi Jónsdóttur en hún er nýkomin heim úr námi í Barcelona og Hollandi.

Hannes Friðbjarnarson, einn af stofnendum Republik, hefur hafið störf í hugmynda- og kvikmyndadeild. Brynja Björk Garðarsdóttir, viðskiptafræðingur, er komin í tengladeild.

í birtingardeild hófu störf þau Pétur Rúnar Heimisson og Huld Óskarsdóttir. Pétur hefur nýlega lokið við nám í sálfræði í HÍ þar sem hann vann lokaverkefni um þyrpingaráhrif á vefnum. Huld hefur mikla reynslu úr markaðs- og biringabransanum en hún hefur undanfarið stundað nám í sálfræði hjá HÍ og vann áður á auglýsingadeild Morgunblaðsins þar á meðal við markaðsrannsóknir og sem tengill við auglýsingastofur og birtingahús.

Á hönnunardeild hóf Björn Snorri störf. En Björn er grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands frá 2005. Hann starfaði eftir nám í eitt ár hjá ENNEMM og fór svo árið 2006 í markaðsdeild NIKITA.