Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir það vera í skoðun hvort fjölga eigi Bónusverslunum og hvort rými sé fyrir fyrirtækið að stækka. Núna eru verslanirnar 18 á höfuðborgarsvæðinu en 10 á landsbyggðinni.

Nýverið var tilkynnt um nýjar verslanir Iceland-keðjunnar sem stendur til að opna hér á landi í sumar. Það eru einnig lágvöruverðsverslanir og því í samkeppni við Bónus.

Finnur segir mögulega stækkun fyrirtækisins vera í skoðun en opnun Iceland-verslananna tengist því ekki.