Samkvæmt nýútkominni skýrslu Evrópusambandsins myndi innganga Tyrklands þýða gífurleg fjárútgjöld fyrir sambandið; Tyrkland, eitt og sér, fengi 63% af því fjármagni sem ESB veitir til nýrra aðildarríkja.

Niðurstaða skýrslunnar er líkleg til auka enn frekar á þá spennu sem ríkir á milli annars vegar þeirra sem styðja inngöngu Tyrklands í ESB og hins vegar þeirra sem eru því mótfallnir.