Fjölgun ferðamanna á Norðurlöndunum hefur verið hröðust hérlendis á allra síðustu árum, þótt ferðamenn séu enn fáir í samanburði við hin, fjölmennari Norðurlöndin. Finnland, rétt eins og Ísland, sló met í fjölda ferðamanna á síðasta ári þegar fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna jókst um ríflega 5,4%. Hérlendis nam aukningin yfir 18% milli áranna 2011 og 2012 og útlit er fyrir mikla aukningu í ár.

Fjölgun ferðamanna á Norðurlöndunum milli 2011 og 2012.
Fjölgun ferðamanna á Norðurlöndunum milli 2011 og 2012.
© None (None)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.