*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Innlent 21. mars 2016 08:57

Fjölgun fulltrúa kostar rúmlega 56 milljónir

Fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík gæti kostað rúmlega 56 milljónir króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjöldi borgarfulltrúa í Reykjavík hefur verið óbreyttur frá árinu 1908, að undanskildu kjörtímabilinu 1978 til 1982 þegar þeim var fjölgað í 21 en fækkað strax aftur næsta kjörtímabil. Borgarfulltrúar eru 15 í dag. Samkvæmt sveitastjórnarlögum frá árinu 2011 verður þeim fjölgað í áð minnsta kosti 23.

Kostnaður við fjölgun borgarfulltrúa myndi aukast um 56 milljónir króna á ári miðað við núverandi launakjör. Þá er ótalinn kostnaður vegna skrifstofuaðstöðu, tölvubúnaðar, álag og laun vegna nefndarformennsku. Í útreikningnum eru einnig laun fyrsta varaborgarfulltrúa  hvers flokks, en þeir fá 70% af launum borgarfulltrúa. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Fyrir Alþingi liggur frumvarp Sigríðar Á. Andersen sem kveður á um að fjölgunin verði dregin til baka. Röksemdir Sigríðar eru að það sé óþarfi af löggjafanum að ákveða fyrir hönd Reykjavíkurborgar hver nauðsynlegur fjöldi borgarfulltrúa sé.

Stikkorð: Reykjavíkurborg