Haustfundur Bílgreinasambandsins var haldin í höfuðstöðvum Toyota í Kauptúni í gær. Vel á annað hundrað manns mættu á fundinn og fóru yfir fjölmörg og fjölbreytt mál sem viðkoma bílgreininni. Að auki fengu fundargestir skoðunarferð um höfuðstöðvar Toyota. Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum.

Fram kemur í tilkynningu að fjölgað hefur verið um tólf fyrirtækinu í Bílgreinasambandinu frá því í vor og er það um 10% fjölgun. Nú eru 126 fyrirtæki skráð í sambandið. Má þar m.a. nefna almenn bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingarverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar og fleiri þjónustuaðila í bílgreininni.