Nýskráningum einkahlutafélaga á Íslandi fjölgar um 18%. Einkahlutafélög voru 153 í júlí 2016. Síðastliðið ár hefur einkahlutafélögum fjölgað um 18% samanborið við síðustu 12 mánuði þar á undan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofunni.

Hlutfallsleg fjölgun var mest í leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu - þar sem að fjölgunin var 42% á síðustu tólf mánuðum.