Farþegum Icelandair fjölgaði um 14% á milli ára ef horft er til marsmánaðar, en heildarfjöldi farþega fyrirtækisins á síðasta ári voru 252 þúsund farþegar.

Sætanýtingin dróst þó saman á milli áranna á sama tíma og framboðið jókst um 19%. Fór hún úr 84,1% í mars árið 2016 niður í 82,4% í ár.

Farþegum Flugfélags Íslands fjölgaði ívið meira á milli ára, eða um 18% og voru þeir 29 þúsund í marsmánuði þessa árs. Á sama tíma jókst framboðið um fjórðung en sætanýtingin var 62,8%.

Einnig var aukning í seldum blokktímum í leiguflugi, og nam aukningin 21%, sem og aukning um 9% í fraktflutningum. Herbergjanýting á hótelum félagsins jókst svo úr 81,2% í 86,0% á milli áranna.