Þrátt fyrir það að um 163 þúsund störf urðu til í Bandaríkjunum í júlí, var það ekki nóg til þess að atvinnuleysi minnkaði. Samkvæmt Seðlabanka Bandaríkjanna þarf störfum að fjölga um 100 þúsund til þess að atvinnuleysið standi í stað og um 200 þúsund til þess að atvinnuleysið minnki.

Spár gerðu ráð fyrir 100 þúsund nýjum störfum en fjölgunin var umtalsvert meiri.

Störfum í einkageiranum fjölgaði um 172 þúsund en hið opinbera fækkaði störfum um 9 þúsund. Flestu störfin urðu til í þjónustugeiranum.