*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 12. júní 2018 10:57

Fjölgun umsókna í verknám

Aðsókn nemenda í verknám hefur aukist um 5% á milli ára.

Ritstjórn
Mesta aðsóknin virðist vera í rafiðnaðargreinar.
Aðsend mynd

Rúmlega 3800 nemendur höfðu skilað inn umsóknum um skólavist í framhaldsskóla um miðja síðustu viku, en umsóknarfresturinn rann út síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.   

Af fyrstu tölum frá Menntamálastofnun má sjá að 17% þeirra sem sóttu um skólavist fyrir haustið hafi valið sér verknámsbrautir sem fyrsta val. Í fyrra innrituðust 12% nemenda á verk- eða starfsnámsbrautir. Þetta er því umtalsverð fjölgun milli ára.

Mesta aðsóknin virðist vera í rafiðngreinar en einnig í málm- og byggingagreinar.

„Þetta eru ánægjulegar fréttir. Við höfum beitt okkur fyrir því að styrkja iðn-, verk- og starfsnám og kynna betur þá fjölbreyttu námskosti sem bjóðast á framhaldsskólastiginu.  Þetta eru ekki endanlegar tölur en þær gefa okkur jákvæðar vísbendingar um að við séum á réttri leið, er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í tilkynningunni.