Samkvæmt nýjustu tölum Commodity Futures Trading Commission í Bandaríkjunum frá 27. desember fjölgaði skortsamningum með evruna umtalsvert og nettófjöldi skortsamninga (þar sem menn græða þegar evran fellur) voru 127.900 talsins að því er fram kemur í frétt Financial Times. Þótt ekki liggi fyrir hver upphæð samninganna er er þó ljóst að í tæplega 128 þúsund fleiri samningar veðja á lækkun evru en hækkun hennar.