Fjöldi gesta mætti í hóf sem eigendur og stjórnendur plaströra verksmiðjunnar Sets á Selfossi héldu sl. laugardagskvöld í tilefni af þrjátíu ára afmæli fyrirtækisins.

Á þeim tíma hefur Set náð að verða leiðandi í framleiðslu á hvers konar lagnavörum á innanlandsmarkaði, auk þess sem útflutningur á vegum fyrirtækisins eykst jafnt og þétt.

Saga Sets nær raunar talsvert lengra aftur en árin þrjátíu, því upphaflega sinnti fyrirtækið framleiðslu á steinsteyptum fráveiturörum sem síðan þróaðist yfir í plastið þar sem framleiddar eru einangraðar stálpípum fyrir hitaveitur, plaströr og rörakerfa og fleira.

Öll framleiðslan fer fram í verksmiðju Sets við Eyrarveg á Selfossi, en í afmælishófinu kynnti Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri á Selfossi þá ákvörðun bæjaryfirvalda að úthluta fyrirtækinu nýja lóð fyrir starfsemina skammt neðan við byggðina á Selfossi, vestan við Eyrarbakkaveg.