Tólf starfsmenn RÚV, Stundarinnar og 365 miðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara vegna rannsóknar á gagnaleka úr Glitni. RÚV greinir frá.

Rannsókn Héraðssaksóknara byggir á tveimur kærum sem Fjármálaeftirlitsins. Fyrri kæran er frá því í febrúar vegna umfjöllunar Kastljóss og 365 miðla um viðskipti og hlutabréfaeign hæstaréttardómara fyrir hrun. Seinni kæran er vegna umfjöllunar Stundin og RÚV um viðskipti forsætisráðherra og tengdra aðila við Glitni fyrir hrun í október. Glitnir fékk lögbann á umfjöllunar Stundarinnar um málið. Héraðssaksóknari sagði í samtali við RÚV í síðasta mánuði að málin yrðu að öllum líkindum sameinuð.

Um er að ræða fimm starfsmenn 365 miðla, fjóra starfsmenn RÚV og þrjá starfsmenn Stundarinnar. Einhverjir þegar hafa þegar mætt til skýrslutöku en aðrir verða boðaðir á næstunni.

Þá sendi Glitnir HoldCo, Kjarnanum nýverið bréf vegna umfjöllunar miðilsins um verðbréfaviðskipti aðila tengdum Glitni síðustu dagana fyrir fall bankans. Í bréfinu kom fram að Glitnir áskildi sér rétt til að grípa til allra lögmætra aðgerða enda stæðist umfjöllunin ekki lög. RÚV segist hafa fengið samskonar bréf í október eftir umfjöllun sína um viðskipti forsætisráðherra fyrir hrun.