John Major fyrrverandi forsætisráðherra Breta sagði að fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch hefði krafist þess í febrúar 1997 að Íhaldsflokkurinn myndi breyta stefnu sinni í Evrópumálum. Major segir að Murdoch hafi hótað því að fjölmiðlar hans myndu ella hætta stuðningi sínum við Íhaldsflokkinn.

Þetta sagði Major í dag í vitnisburði sínum fyrir Leveson-nefndinni sem rannsakar breskt fjölmiðlaumhverfi. Sjálfur sagði Murdoch í lok apríl að hann hefði aldrei hafa krafist nokkurs af forsætisráðherra Bretlands.

Major sagðist hafa haft það á tilfinningunni að Murdoch hafi viljað að haldin væri þjóðaratkvæðagreiðslum um hvort Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið.

Götublaðið The Sun, sem er í eigu Murdoch, studdi í framhaldið Verkamannaflokkinn sem sigraði í þingkosningunum 1997.

John Major tók við af Margréti Thatcher árið 1990 sem formaður Íhaldsflokksins og var forsætisráðherrar Bretlands frá 1990 til 1997. Hér má sjá hluta af vitnisburði John Major.