*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 23. mars 2015 11:50

Fjölmiðlanefnd krefst skýringa frá DV vegna bjórauglýsinga

DV hefur verið krafið skýringa á útgáfu auglýsingablaðs um bjór sem fylgdi blaðinu 27. febrúar síðastliðinn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Við erum búin að senda DV erindi þar sem við óskum eftir sjónarmiðum þeirra. Við erum að bíða eftir svari,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, í samtali við fréttastofu RÚV, en þar er greint frá því að nefndin hafi krafið DV skýringa á útgáfu auglýsingablaðs um bjór sem fylgdi blaðinu þann 27. febrúar síðastliðinn.

Málið var tekið upp að frumkvæði Fjölmiðlanefndar, en búist er við svari frá lögmanni DV síðar í dag. „Þeir koma þá með sín sjónarmið, þau verða skoðuð og eftir atvikum verður óskað frekari gagna og upplýsinga. Á grundvelli þeirra gagna og rannsóknar nefndarinnar verður svo tekin ákvörðun um framhaldið,“ segir Elfa Ýr.

Fjallað er um bann við áfengisauglýsingum í 37. grein fjölmiðlalaga. Við broti á henni geta bæði legið stjórnvaldssektir og refsingar. Ef brot þykja meiriháttar ber nefndinni að vísa þeim til lögreglu.

Stikkorð: DV Fjölmiðlanefnd
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is