*

fimmtudagur, 24. september 2020
Innlent 15. júlí 2017 09:01

Fjölmiðlar andæfa tvíkeppni risanna

Samtök fréttamiðla óska eftir opinberri íhlutun og samkeppnisundanþágu vegna sterkrar stöðu facebook og Google.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fjölmiðlun hefur gerbreyst með tilkomu netsins, en engan veginn þó eins og auglýsingamarkaðurinn, sem heita má í greipum risanna tveggja, Google og Facebook. Áætlað er að á heimsvísu stýri þeir meira en helmingi hins stafræna auglýsingamarkaðar, en vestanhafs um 60%.

Hlutur þeirra fer ört vaxandi og fjölmiðlar kvarta undan því að tekjur þeirra og efnisframleiðsla sé mjög háð duttlungum risanna og algrímum þeirra og vilja nú grípa til aðgerða.

Vestanhafs hafa samtök fréttamiðla óskað opinberrar íhlutunar og vilja fá samkeppnisundanþágu til þess að semja sameiginlega við Facebook og Google. Sama kurr má heyra víðar um heim og í Bretlandi er hafin sams konar herferð.