Menn nota snjallsíma orðið til allra hluta, enda vandfundið það mannlegt viðfangsefni, sem ekki er til app við og aukast þó undrin jafnt og þétt með hverri kynslóð síma.

Þegar grannt er skoðað er megnið af notkuninni ekki verulega fjölbreytilegt, eins og sjá má að ofan. Þar er notkun félagsmiðla raunar ekki með í reikningnum, en aðrar kannanir benda til þess að um 40%-80% snjallsímanotenda notenda fari á félagsmiðla á símum sínum, mjög mismunandi eftir löndum þó.

En það er athyglisvert hversu mikinn hluta notkunarinnar má rekja til fjölmiðla með einum eða öðrum hætti, en að ofan eru þær súlur einkenndar með gulum lit.