Töluverð slagsíða er á umfjöllun evrópskra fjölmiðla um Bandaríkin og einkum bandaríska hægrimenn, að mati norska blaðamannsins Jan Arild Snoen. Snoen flutti fyrirlestur um fordóma gagnvart Bandaríkjunum á fundi á vegum Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt í Háskóla Íslands á mánudaginn.

Snoen fjallaði um það sem hann kallaði misskilning margra Evrópubúa á nokkrum þáttum bandarísks samfélags, þ.á.m. hlutverki ríkisins, trúmálum og hinum svokölluðu félagslegu málefnum, fóstureyðingum og réttindum samkynhneigðra. Grunnatriðið væri hins vegar að ekki nóg með að Evrópubúar væru almennt til vinstri við Bandaríkjamenn, heldur væru evrópskir fjölmiðlamenn töluvert langt til vinstri við Evrópubúa.

Nefndi hann sem dæmi nokkrar kannanir meðal norskra, sænskra og danskra fjölmiðlamanna sem sýndu berlega fram á að stuðningur þeirra við vinstriflokka var miklum mun meiri en stuðningur við hægriflokka.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.